Vaxandi læknaskortur

Læknaskortur er á höfuðborgarsvæðinu.
Læknaskortur er á höfuðborgarsvæðinu. Eggert Jóhannesson

Ef fram held­ur sem horf­ir mun lækna­skort­ur verða sí­fellt al­var­legra vanda­mál á Íslandi, að sögn Þór­ar­ins Ing­ólfs­son­ar, vara­for­manns Fé­lags ís­lenskra heim­il­is­lækna. Þór­ar­inn seg­ir þegar farið að bera á því að um­sækj­end­ur um stöður sér­fræðinga upp­fylli ekki hæfnis­kröf­ur.

„Við höf­um veru­leg­ar áhyggj­ur af þessu. Hóp­ur lækna starfar bæði hér heima og er­lend­is. Við höf­um áhyggj­ur af unga fólk­inu sem á að fara í sér­nám og að það séu ekki til náms­stöður fyr­ir það á Íslandi. Við höf­um áhyggj­ur af því að ung­ir lækn­ar staldri ekki við.“

- Hef­ur ástandið verið að versna?

„Já. Það eru veru­leg vand­ræði hér í Reykja­vík. Það eru ekki hæf­ir um­sækj­end­ur í stöður sem eru aug­lýst­ar. Ég tala nú ekki um ástandið úti á landi,“ seg­ir Þór­ar­inn og á við stöður fyr­ir sér­fræðimenntaða lækna.

Alltof fáir lækn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu

- Er lækna­skort­ur á höfuðborg­ar­svæðinu?

„Það eru alltof fáir lækn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu til að sinna þeim verk­efn­um sem þarf að sinna. Það er lækna­skort­ur nú þegar og ekki út­lit fyr­ir að það verði veitt fé í fleiri stöður eins og ástandið er.“

- Er eitt­hvað sem bend­ir til að þessi þróun muni snú­ast við?

„Ég sé ekk­ert sem bend­ir til þess. Nýr heil­brigðisráðherra [Guðbjart­ur Hann­es­son] hef­ur reynd­ar dregið í land með hug­mynd­ir um sam­ein­ingu heilsu­gæslu­stöðva á höfuðborg­ar­svæðinu, hug­mynd­ir sem við mót­mælt­um harðlega.

Það átti að fækka þeim og skapa stór­ar stöðvar. Það mál hef­ur nú verið sett á ís tíma­bundið. Menn eru að leita annarra leiða í hagræðing­unni,“ seg­ir Þór­ar­inn sem er sér­fræðing­ur í heim­il­is­lækn­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert