Vilja trúnaðargögn á netið

Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari. mbl.is

Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar hafa óskað eft­ir því við þing­manna­nefnd­ina sem fjallaði um hvort ákæra ætti fyrr­um ráðherra að trúnaðargögn nefnd­ar­inn­ar yrðu sett á netið. Nefnd­in hafði hafnað beiðni Birgittu Jóns­dótt­ur þar að lút­andi á föstu­dag.

„Á fundi þinga­manna­nefnd­ar­inn­ar, s.l. föstu­dag lagði Birgitta Jóns­dótt­ir til að trúnaðargögn þing­manna­nefnd­ar­inn­ar yrðu sett á netið svo al­menn­ing­ur gæti kynnt sér þau. 

Því var hafnað á for­sendu trúnaðar við fræðimenn og sér­fræðinga. Við, þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar, vilj­um hér með ít­reka til­lög­una og för­um þess á leit við nefnd­ina að hún beiti sér fyr­ir því að um­rædd gögn verði gerð op­in­ber með leyfi þeirra fræðimanna og sér­fræðinga sem um ræðir.

Það er mik­il­vægt vegna þeirr­ar umræðu sem hef­ur skap­ast inni í þing­söl­um og varpað tor­tryggni á störf nefnd­ar­inn­ar að sem flest­ir hafi aðgengi að þess­um gögn­um til að sýna fram á að ekk­ert er að finna í þess­um gögn­um sem gef­ur til­efni til tor­tryggni á heil­indi þeirr­ar vinnu sem þar fór fram," seg­ir í bréfi sem þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar hafa sent til nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert