351 féll fyrir eigin hendi á 10 árum

mbl.is/Sverrir

351 hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu 10 árum. Þetta eru mun fleiri en látast úr umferðarslysum hér á landi. Mjög litlar breytingar hafa orðið á þessum tölum á síðustu fimm árum, en þá hafa 32-38 fallið á ári með þessum hætti.

Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Flest sjálfsvíg voru árið 2000 þegar 50 manns féllu fyrir eigin hendi.  Mun fleiri karlar fremja sjálfsvíg en konur og það hefur lítið breyst í gegnum árin. Fólk á öllum aldri tekur þetta skref. Í fyrra var yngsti einstaklingurinn sem lést með þessum hætti 18 ára, en sá elsti 76 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert