Breikkun hefst á morgun

Mikil umferð er á Suðurlandsvegi.
Mikil umferð er á Suðurlandsvegi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framkvæmdir við fyrsta áfanga breikkunar Suðurlandsvegar hefjast á morgun, klukkan 15. Samgönguráðherra verður viðstaddur og mun jafnvel grípa sér skóflu í hönd.

Í fyrsta áfanga felst tvöföldun kaflans frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna. Kaflinn sem boðinn var út er 6,5 km að lengd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka