Dauður höfrungur var dreginn á land við Akureyri síðdegis. Fyrst mun hafa sést til hans í gær á grynningum norðan við Leiruveginn og eftir að Umhverfisstofnun var tilkynnt um málið kom Einar Guðmann, sérfræðingar hjá stofnuninni, á vettvang í dag og dró dýrið á land.
Mjög grunnt er á þessum slóðum. Þegar Morgunblaðið kom á staðinn um klukkan 17.30 var Einar töluvert frá landi með dýrið í togi. Vegfarandi sem ók framhjá, Frímann Frímannsson, snaraði sér í vöðlur og kom Einari til hjálpar. Drógu þeir dýrið í sameiningu að landi.
Einar segir greinilegt að dýrið hafi verið dautt í nokkra daga. Hann giskaði á það væri um 150-250 kíló að þyngd.