Dauður höfrungur dreginn á land

Einar Guðmann og Frímann Frímannsson með höfrunginn í flæðarmálinu í …
Einar Guðmann og Frímann Frímannsson með höfrunginn í flæðarmálinu í dag. Hópur fólks kom á staðinn og fylgdist með. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dauður höfr­ung­ur var dreg­inn á land við Ak­ur­eyri síðdeg­is. Fyrst mun hafa sést til hans í gær á grynn­ing­um norðan við Leiru­veg­inn og eft­ir að Um­hverf­is­stofn­un var til­kynnt um málið kom Ein­ar Guðmann, sér­fræðing­ar hjá stofn­un­inni, á vett­vang í dag og dró dýrið á land.

Mjög grunnt er á þess­um slóðum. Þegar Morg­un­blaðið kom á staðinn um klukk­an 17.30 var Ein­ar tölu­vert frá landi með dýrið í togi. Veg­far­andi sem ók fram­hjá, Frí­mann Frí­manns­son, snaraði sér í vöðlur og kom Ein­ari til hjálp­ar. Drógu þeir dýrið í sam­ein­ingu að landi.

Ein­ar seg­ir greini­legt að dýrið hafi verið dautt í nokkra daga. Hann giskaði á það væri um 150-250 kíló að þyngd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert