Þráinn Bertelsson, nýbakaður þingmaður Vinstri grænna, telur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vanhæfa til að fjalla um ábyrgð ráðherra í þingmannamálinu. Jóhanna hafi orðið sér til minnkunar með ræðu sinni um málið í gær. Deilurnar væru „eins og bandarísk lagasápa“.
Færði Þráinn rök fyrir því að Jóhanna hefði verið einn fjögurra manna í fjármálaráði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 til 2008.
Þráinn svaraði Árna Páli Árnasyni viðskiptaráðherra í andsvari vegna fyrirspurnar að sér liði eins og í „ódýrri bandarískri lagasápu“, með hliðsjón af orðhengilshættinum um málið í þingsal.
Þingheimur hefði rómað þingmannanefndina en „þegar kæmi að því að taka ábyrgð væri samspillingin á fullu“.
Svaraði Árni Páll þá því til að ráðgjafar stjórnarinnar hefðu mælt með því að stjórnmálamenn tækju ekki ákvörðun um gefa út ákærur ef þeir teldu minni líkur en meiri á að lagalegar forsendur væru fyrir því.
Hann „tryði ekki á pólitísk réttarhöld“.