Fulltrúar úr stjórn félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa innan SFR – stéttarfélags afhentu í dag Guðbjarti Hannessyni, félags- og tryggingamálaráðherra, undirskriftir tæplega 800 starfsmanna sem vinna við málefni fatlaðra. Með undirskriftunum krefjast félagsmenn þess að þeir njóti sömu réttinda og aðrir starfsmenn.
Þess er einnig krafist að félagsmennirnir fái að halda félagsaðild sinni að SFR
stéttarfélagi við flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga.
Þá mótmælir félagið því að starfsmenn verði skyldaðir til að skipta um
stéttarfélag eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt til.
Félag ráðgjafa og stuðningsfulltrúa er fagdeild innan SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, en málið snertir u.þ.b. 1200 félagsmenn SFR sem starfa að málefnum fatlaðra um land allt.