Fimm milljónir í vasa varaborgarfulltrúa

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Áætlað er að ár­leg­ur kostnaður Reykja­vík­ur­borg­ar vegna hækk­un­ar launa vara­borg­ar­full­trúa verði um fimm millj­ón­ir króna.

Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­inni, þau Dag­ur B. Eggerts­son, Björk Vil­helms­dótt­ir og Ein­ar Örn Bene­dikts­son, lögðu á fundi for­sæt­is­nefnd­ar borg­ar­inn­ar sl. föstu­dag til, að laun fjög­urra vara­borg­ar­fulltúa væru hækkuð og yrðu 70% af laun­um borg­ar­full­trúa og var það samþykkt. Sjálf­stæðis­menn mót­mæltu.

Launa­hækk­un­in nær til eins vara­manns úr röðum hverra þeirra fjög­urra flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn; það er til þess full­trúa sem er næst­ur inn sem aðalmaður. Þess­ir menn eru Geir Sveins­son, Hjálm­ars Sveins­son, Páll Hjalta­son og Þor­leif­ur Gunn­lags­son.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert