Forsetinn fundar með Pútín

Vladímír Pútín.
Vladímír Pútín. Reuters

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur í vikunni þátt í ráðstefnu um norðurslóðir í Moskvu en Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, er gestgjafinn að þessu sinni. Albert Mónakóprins situr einnig ráðstefnuna.

Fjallað er um ráðstefnuna á vef Xinhua, málgagns kínverska kommúnistaflokksins, en þar segir að Anton Vasiliev, fulltrúi Rússa í heimskautaráðinu, vísi alfarið á bug orðrómi um Rússar hafi í hyggju að stofna sérstaka herdeild til að gæta hagsmuna sinna í heimshlutanum.

Rússar standi hins vegar við kröfur sínar um tilkall til náttúruauðlinda á norðurhjaranum.

Auk þremenninganna sitja sérfræðingar úr aðildarríkjum heimskautarásins ráðstefnuna sem hefst á morgun og lýkur á fimmtudag en það er rússneska landfræðistofnunin sem hefur veg og vanda af undirbúningnum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert