Laun, lífeyrisgreiðslur og bætur vegna atvinnuleysis eða örorku duga ekki til framfærslu og er það meginástæða þess að fólk leitar eftir matarúthlutunum hjá hjálparstofnunum.
Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að mataraðstoð sé eins og að setja plástur á svöðusár. „Það er mikill vandi víða í þjóðfélaginu en það leysir auðvitað engan vanda að gefa fólki mat í poka,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.