Lifi samtrygging stjórnmálamanna

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði á Alþingi, að kjarn­inn í ræðu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafi verið: Lifi sam­trygg­ing stjórn­mála­manna.

Bjarni hafði áður lýst and­stöðu við þings­álykt­un­ar­til­lögu meiri­hluta þing­manna­nefnd­ar um að ákæra beri fjóra fyrr­um ráðherra fyr­ir lands­dómi.

Eygló sagðist ekki geta séð, að heill rík­is­ins hafi verið stofnað með jafn mikl­um hætti í hættu og í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Bjarni sagði hins veg­ar, að það væri mikl­um vafa und­ir­orpið að hætt­an hafi verið fyr­ir­sjá­an­leg og einnig hefði ekki verið sýnt fram á, að ráðherr­ar hefðu haft úrræði til að bregðast við.

„Þetta er meira og minna allt efti­r­á­speki," sagði Bjarni.  

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Bjarna hvort nokkuð væri annað í stöðinni en að boða til nýrra kosn­inga svo þing­menn gætu end­ur­nýjað umboð sitt og haldið þá áfram með þetta mál. Ljóst væri eft­ir ræðu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, í gær, að stór hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé á móti til­lög­unni um máls­höfðun gegn ráðherr­um og stjórn­ar­sam­starfið hangi á bláþræði.

Bjarni sagði að aug­ljós­lega þyrfti að breyta um stjórn­ar­stefnu og blása fólki kjark í brjóst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert