„Ógeðsleg“ framganga Jóhönnu

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður.
Margrét Tryggvadóttir alþingismaður. frikki

„Þetta er ógeðslegt,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, í þingræðu um þingmannamálið fyrir stundu. Margrét sagði málið draga það versta fram í fari þingmanna. Ógeðslegt væri hvernig forsætisráðherra kastaði rýrð á nefndina. Hér væri á ferð pólitísk „vígaherferð“.

„Verulega ámælisvert“ væri að Jóhanna gerði lítið úr störfum nefndarmanna.

Skilja mætti á ræðum sumra þingmanna að eftir 2006 hafi ekkert verið hægt að gera til að bjarga bankakerfinu, með þeim rökum að minnsta hreyfing hefði getað valdið hruni þess. Margrét vísaði þessu sjónarmiði á bug.

„Ef bankakerfið hefði til dæmis hrunið í apríl 2008 hefði verið komið í veg fyrir innlánasöfnun Icesave í Hollandi,“ sagði Margrét og bætti því við að það hefði „þurft kjark og þor“ til að skera upp bankakerfið á þeim tíma er „lömunarveiki“ stakk niður hjá þingmönnum.

Þingið hefði ekki ráðið við það verkefni að skera úr um ábyrgð einstakra ráðherra. Því þyrfti að láta varaþingmenn taka tímabundið við málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert