Ráðherrar báru ábyrgð

Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal mbl.is

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde og Árna Mathiesen, hafa tekið út sína pólitíska ábyrgð með því að hverfa frá vettvangi stjórnmálanna.

Þór Saari hafnaði málflutningi Péturs og sagði aðeins einn ráðherra hafa sagt hafa sér. Hinir hefðu verið hraktir af þingi af mótmælendum búsáhaldabyltingarinnar.

Pétur H. Blöndal spurði Þór hvað hann hefði sjálfur gert ef hann hefði haft sömu upplýsingar undir höndum um erfiða stöðu bankakerfisins og viðkomandi ráðherrar.

Ef Þór hefði til að mynda upplýst hefði hann á annað borð verið ráðherra um hvernig bankarnir stæðu illa í ársbyrjun 2008 gæti sú staða nú verið kominn upp að hann bæri skaðabótaskyldu sem ráðherra fyrir að hafa átt þátt í hruni bankanna.

Þór svaraði því til að þingmenn hefðu horft upp á almenning „fremja fjárhagslegt sjálfsmorð“ með því að taka lán á kjörum sem þeir vissu að gætu ekki staðist eftir að þeir höfðu gögn undir höndum um að bankakerfið myndi hrynja. Í því væri fólgin mikil ábyrgð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka