Reiðhjólaslys í Grafarvogi


Tveir karl­ar voru flutt­ir á slysa­deild eft­ir reiðhjóla­slys á göngu­stíg í Grafar­vogi um kvöld­mat­ar­leytið í gær. Menn­irn­ir voru báðir á reiðhjól­um en ekki er að fullu ljóst hvernig óhappið vildi til.

Ann­ar mann­anna, sem var hjálm­laus, var illa áttaður þegar lög­regl­an kom á vett­vang en talið var hugs­an­legt að hann hefði rot­ast. Hinn reiðhjólmaður­inn, sem var með hjálm, virt­ist hafa sloppið ör­lítið bet­ur en fékk þó skurð á höfðuðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert