Reiðhjólaslys í Grafarvogi


Tveir karlar voru fluttir á slysadeild eftir reiðhjólaslys á göngustíg í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í gær. Mennirnir voru báðir á reiðhjólum en ekki er að fullu ljóst hvernig óhappið vildi til.

Annar mannanna, sem var hjálmlaus, var illa áttaður þegar lögreglan kom á vettvang en talið var hugsanlegt að hann hefði rotast. Hinn reiðhjólmaðurinn, sem var með hjálm, virtist hafa sloppið örlítið betur en fékk þó skurð á höfðuðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka