Starfsfólki gefið strætókort

Fjölmargir starfsmenn umhverfisráðuneytisins nýta sér vistvænar samgöngur
Fjölmargir starfsmenn umhverfisráðuneytisins nýta sér vistvænar samgöngur mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrstu sam­göngu­samn­ing­ar um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins og starfs­fólks þess voru und­ir­ritaðir í dag. Sam­kvæmt samn­ing­un­um mun um­hverf­is­ráðuneytið kaupa stræt­is­vagna­kort fyr­ir starfs­fólk sem að jafnaði not­ar al­menn­ings­sam­göng­ur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátt­töku í út­lögðum kostnaði, til dæm­is vegna hlífðarfatnaðar.

Um fimmt­ung­ur ferðast til og frá vinnu á vist­væn­an hátt

Samn­ing­arn­ir eru hluti af ný­legri sam­göngu­stefnu ráðuneyt­is­ins og í anda um­hverf­is­stefnu þess. Í sam­göngu­stefn­unni er einnig lögð áhersla á að not­ast sé við vist­væna ferðamáta í vinnu, svo sem vegna funda utan vinnustaðar. Þá verður leit­ast við að nýta bet­ur mögu­leika til síma- og fjar­funda. Þá mun ráðuneytið standa fyr­ir fræðslufund­um til að efla vit­und starfs­fólks um vist­væn­ar sam­göng­ur, seg­ir á vef ráðuneyt­is­ins.

Við gerð sam­göngu­stefnu um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins var gerð könn­un meðal starfs­fólks sem leiddi í ljós að það hef­ur mik­inn áhuga á að nýta sér vist­væn­ar sam­göng­ur. Nú þegar ferðast um fimmt­ung­ur starfs­fólks­ins til og frá vinnu á vist­væn­an hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert