Starfsfólki gefið strætókort

Fjölmargir starfsmenn umhverfisráðuneytisins nýta sér vistvænar samgöngur
Fjölmargir starfsmenn umhverfisráðuneytisins nýta sér vistvænar samgöngur mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar.

Um fimmtungur ferðast til og frá vinnu á vistvænan hátt

Samningarnir eru hluti af nýlegri samgöngustefnu ráðuneytisins og í anda umhverfisstefnu þess. Í samgöngustefnunni er einnig lögð áhersla á að notast sé við vistvæna ferðamáta í vinnu, svo sem vegna funda utan vinnustaðar. Þá verður leitast við að nýta betur möguleika til síma- og fjarfunda. Þá mun ráðuneytið standa fyrir fræðslufundum til að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur, segir á vef ráðuneytisins.

Við gerð samgöngustefnu umhverfisráðuneytisins var gerð könnun meðal starfsfólks sem leiddi í ljós að það hefur mikinn áhuga á að nýta sér vistvænar samgöngur. Nú þegar ferðast um fimmtungur starfsfólksins til og frá vinnu á vistvænan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka