Telur tillöguna vantraust

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, telur það lögbrot og vantraust á þingmannanefndina að vísa tillögum nefndarinnar um ráðherraábyrgð til allsherjarnefndar Alþingis, ekki nefndarinnar, og telur tillögu um það aðeins til þess gerða að drepa málinu á dreif.

Kom þessi afstaða hans fram í andsvari við ræðu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur sem lagði til að málinu yrði vísað til allsherjarnefndar. Hún sagði að ekkert kæmi fram í sérlögum um þingmannanefndina. Þess vegna ætti að grípa til þingskapalaga og vísa málum til nefnda eftir efni mála.

Umræðu um tillögu meirihluta nefndarinnar um að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra lauk um klukkan 17.30 og þá var tekið til við að ræða þingsályktunartillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að ákæra þrjár fyrrverandi ráðherra.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert