Þörf á að endurnýja umboð þingmanna?

Atli Gíslason.
Atli Gíslason. mbl.is/Árni Sæberg

Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis, sagði á Alþingi í dag að ef þingið treysti sér ekki til að axla þá ábyrgð sem það bæri varðandi lög um ráðherraábyrgð þá virtist þurfa, að endurnýja umboð þingmanna.

Atli spurði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, hvort sjálfstæðismenn væru tilbúnir til að láta þingsályktunartillögur um málshöfðun á hendur fyrrverandi ráðherrum ganga til atkvæða nú á haustþingi.

„Ella virðist mér blasa við, að ef þingið axlar ekki þessa ábyrgð þá sé þörf á að endurnýja umboð þingmanna í þingkosningum," sagði Atli.

Bjarni sagði að koma yrði í ljós hvernig mál þróist á þinginu og ekki væri tímabært að úttala sig um þetta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert