Trúverðugleiki Alþingis í húfi

Frá fundi í þingflokki VG.
Frá fundi í þingflokki VG. mbl.is/Árni Sæberg

„Trú­verðug­leiki Alþing­is er í húfi að málið verði leitt til lykta á mál­efna­leg­an og lýðræðis­leg­an hátt, án óþarfa tafa og und­an­bragða,“ seg­ir í samþykkt þing­flokks VG sem boðaður var til að ræða at­huga­semd­ir for­sæt­is­ráðherra við störf þing­manna­nefnd­ar­inn­ar.

Þing­flokk­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs minn­ir í samþykkt sinni á að Alþingi samþykkti sam­hljóða lög um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is og þing­manna­nefnd sem tæki við niður­stöðum henn­ar. Þver­póli­tísk samstaða hafi fram til þessa verið um störf beggja nefnd­anna.
 
„Þing­flokk­ur­inn þakk­ar þing­manna­nefnd­inni fyr­ir vel unn­in störf, ber fullt traust til henn­ar og lýs­ir ánægju með vönduð vinnu­brögð. Alþingi stend­ur frammi fyr­ir þeirri staðreynd að sjö af níu nefnd­ar­mönn­um leggja til að mál verði höfðað gegn fyrr­ver­andi ráðherr­um og verður nú að axla sína ábyrgð í mál­inu,“ seg­ir í samþykkt flokks­ins.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert