Umhverfisstofnun skiptir út bílum

Prius í borgarumferðinni.
Prius í borgarumferðinni. mbl.is/Ragnar Axelsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur skipt út tveim­ur dísil­bíl­um og keypt í staðinn tvinn­bíl og bens­ín­bíl sem fram­leiðir raf­magn við keyrslu. Þá er stofn­un­in með raf­magnsvespu í Mý­vatns­sveit og tvö reiðhjól í Reykja­vík.

Bíl­arn­ir sem um ræðir eru Toyota Prius tvinn­bíll og Volkswagen Passat Vari­ant Ecofu­el1. Prius bíl­inn er með bens­ín­vél en fram­leiðir raf­magn við keyrslu. Hann verður notaður af starfs­mönn­um Snæ­fells­jök­ulþjóðgarðs. Passat bíl­inn er með met­an/​bens­ín vél og verður aðallega notaður á höfuðborg­ar­svæðinu og ná­grenni þess, enda eru hvergi metaná­fyll­ing­ar­stöðvar ann­ars staðar á land­inu.

Bíl­arn­ir sem keypt­ir voru upp­fylla all­ar þær ströngustu kröf­ur sem gerðar eru til bif­reiða á Evr­ópu­sam­bands­svæðinu nú á dög­um, seg­ir á vefn­um

Um­hverf­is­stofn­un á einnig tvö reiðhjól sem starfs­menn nota til þess að fara á fundi eða sinna öðrum er­ind­um í ná­grenni við vinnustaðinn. Á starfs­stöð Um­hverf­is­stofn­un­ar við Mý­vatn var bif­reið skipt úr fyr­ir raf­magnsvespu til þess að ferðast á milli staða í sveit­inni.

Vef­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert