550 hafa fengið greiðsluaðlögun

Um  550 ein­stak­ling­ar höfðu um síðustu mánaðamót fengið samþykkt­an nauðasamn­ing til greiðsluaðlög­un­ar.  Umboðsmaður skuld­ara seg­ir, að ný­fall­inn dóm­ur Hæsta­rétt­ar um að nauðasamn­ing­ur haggi ekki rétti lán­ar­drott­ins til að ganga að trygg­ingu sem þriðji maður veit­ir, geti orðið veru­leg. 

Í til­kynn­ingu frá embætti umboðsmanns skuld­ara seg­ir, að dóm­ur Hæsta­rétt­ar  sýni veru­lega bresti í því úrræði sem greiðsluaðlög­un eigi að vera og brýnt sé, að haf­in verði end­ur­skoðun á laga­leg­um úrræðum hið fyrsta til að ráða bót á þessu vanda­máli.

Átti Ásta S. Helga­dótt­ir, umboðsmaður skuld­ara, fund í dag með Guðbjarti Hann­es­syni, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, þar sem farið var yfir  stöðu mála.

Umboðsmaður seg­ir, að falli ábyrgð ekki niður sam­hliða samn­ingi um greiðsluaðlög­un geti ábyrgðarmaður átt end­ur­kröfu­rétt á þann sem fór í greiðsluaðlög­un­ina, sem aft­ur geti leitt til gjaldþrots skuld­ar­ans og þá sé greiðsluaðlög­un­in fyr­ir bí. Fái ábyrgðarmaður ekk­ert upp í kröfu sína, vegna slæmr­ar stöðu skuld­ara getu ábyrgðarmaður­inn jafn­framt þurft að leita eft­ir greiðsluaðlög­un eða jafn­vel farið í gjaldþrot. 

Þá geti sú vitn­eskja, að greiðsluaðlög­un­ar­ferlið leiði til þess að lán falli á ábyrgðar­menn sem í mörg­um til­fell­um séu nán­ir ætt­ingj­ar eða vin­ir, geti fælt fólk í veru­leg­um greiðslu­erfiðleik­um frá því að sækja um greiðsluaðlög­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka