Ánægja með skólahljómsveitir

Frá æfingu Skólahljómsveitar Austurbæjar.
Frá æfingu Skólahljómsveitar Austurbæjar.

Í könnun sem Menntasvið Reykjavíkur gerði meðal foreldra barna í skólahljómsveitum kemur í ljós almenn ánægja með starfsemi sveitanna.

Samkvæmt upplýsingum frá menntasviði Reykjavíkur eru tæplega 94% foreldra ánægð með þá kennslu sem barnið þeirra fær í hljóðfæratímum í skólahljómsveitinni og tæplega 95% telja að barninu þeirra líði vel í náminu.

Þá er mikill meirihluti foreldra ánægður með hljómsveitaræfingar, tímasetningu hljóðfæratíma og samskipti við kennara og hljómsveitarstjóra. 90% foreldra telja námið standa undir þeim væntingum sem þeir höfðu til námsins. 

Reykjavík hefur í meir en hálfa öld rekið skólahljómsveitir til að jafna möguleika grunnskólanema til tónlistarnáms og stuðla að hæfni þeirra til að flytja og skapa tónlist, svo og að njóta hennar. Nú starfa fjórar skólahljómsveitir í fjórum borgarhlutum; Austurbæ, Árbæ-Breiðholti, Grafarvogi og Vesturbæ. Í þeim stunda tæplega 500 nemendur nám.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert