Byrjað að breikka Suðurlandsveg

Ögmundur Jónasson tók fyrstu skóflustunguna við Litlu kaffistofuna í dag. …
Ögmundur Jónasson tók fyrstu skóflustunguna við Litlu kaffistofuna í dag. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, og Hannes Kristmundsson, fylgdust með. mbl.is/Ómar

Framkvæmdir hófust í dag við að breikka Suðurlandsveg frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni.

Ögmundur Jónasson,  samgönguráðherra, hóf verkið formlega nú síðdegis, en Hannes Kristmundsson, sem hefur barist fyrir breikkun Suðurlandsvegar, meðal annars með uppsetningu krossa við Kögunarhól, færði Ögmundi skóflu til að taka fyrstu skóflustunguna.  

Hámarkshraði hefur verið lækkaður á framkvæmdasvæðinu og settar upp  viðvaranir. Alls er um að ræða 6,5 km langan vegarkafla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert