Fólk fæst ekki í fiskvinnslu

mbl.is

Starfsfólk vantar í fiskvinnslufyrirtækið Guðmund Runólfsson í Grundarfirði en að sögn Guðmundar Smára Guðmundssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins er sömu sögu að segja í öðrum framleiðslufyrirtækjum. Vegna skorts á starfsfólki hefur fyrirtækið neyðst til að draga úr veiðum og setur fisk á markað og í gáma í stað þess að vinna hann í vinnslunni. Fjallað er um þetta á vef Skessuhorns.

„Um og yfir 20 manns eru á atvinnuleysisskrá á svæðinu en þó fengum við bara einn starfsmann til okkar þegar við auglýstum,” segir Guðmundur Smári í viðtali við Skessuhorn.

Ekkert sem bannar fiskvinnslufyrirtækjum að hækka laun starfsmanna

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á vef félagsins að skýringin  sé lág laun í fiskvinnslu. Hann bendir fiskvinnslufyrirtækjum á að þau hafi fulla heimild til að hækka laun sinna starfsmanna umfram þá taxta sem lágmarkskjarasamningar kveða á um.

Frétt Skessuhorns

Frétt á vef Verkalýðsfélags Akraness

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert