Gæti sofnað í nefnd

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, ræðir við aðra þingmenn.
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, ræðir við aðra þingmenn. mbl.is/Ómar

Verði þingsályktunartillögunum tveimur frá þingmannanefndinni um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum vísað til allsherjarnefndar eru taldar ákveðnar líkur á að ekki náist að ljúka afgreiðslu þeirra á þessu haustþingi og verður þá málið komið aftur á upphafsreit.

Þetta er mat ákveðinna þingmanna sem telja að vendipunktur verði í málinu í dag þegar greidd verða atkvæði um hvort vísa beri málinu til þingmannanefndarinnar eða til allsherjarnefndar líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir gerði tillögu um í gær.

Mikill óróleiki hefur verið á meðal stjórnarþingmanna í kjölfar gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á málsmeðferð þingmannanefndarinnar og efasemda hennar um hvort Alþingi ætti að samþykkja tillögur um að ákæra þrjá eða fjóra fyrrverandi ráðherra. Gaf þingflokkur VG út tilkynningu í gær þar sem lýst var yfir fullu trausti til nefndarinnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert