Gögnin verða ekki birt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ernir

Sérfræðiálit og önnur gögn sem þingmannanefnd Alþingis fékk í hendur verða ekki birt opinberlega, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

„Þingmenn fengu aðgang að öllum þessum gögnum en þau verða ekki opinberuð frekar. Það er bara farið eftir þeim reglum sem gilda hér í þinginu um að gögn á borð við minnispunkta og annað sem hefur verið unnið fyrir þingið í trúnaði verði ekki birt. Ég taldi rétt að reglur sem nefndin setti sér í upphafi giltu," segir Ásta Ragnheiður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert