Jóhanna og Össur í New York

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eru farin til New York til að sitja leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þau taka því ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem fram fer á Alþingi í dag um til hvaða nefndar eigi að vísa tillögum um málshöfðun gegn ráðherrum.

Jóhanna mun í dag ávarpa ráðstefnuna í New York.  Ráðstefnunni er ætlað að efla eftirfylgni þúsaldarmarkmiðanna sem ríki Sameinuðu þjóðanna settu sér árið 2000 og hvetja til þess að leiðtogar ríkja heims ítreki stuðning sinn við að ná þeim og beina kastljósi umræðunnar að meginþáttum þeirra.

Um 140 leiðtogar og fjöldi ráðherra taka þátt í ráðstefnunni en að henni lokinni hefst leiðtogavika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert