Kalla Ólaf Ragnar „silfurrefinn“

Ólafur Ragnar Grímsson hitti meðal annars Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, …
Ólafur Ragnar Grímsson hitti meðal annars Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, að máli í Tianjin í heimsókn sinni til Kína.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er orðinn svo nákunnugur kínversku stjórnsýslunni að jafnan er vísað til hans sem „silfurrefsins“ eystra. Þetta kemur fram í frásögn bandaríska blaðamannsins Jim Motavalli.

Ólafur Ragnar er sem kunnugt er nýkominn úr opinberri heimsókn til Kína þar sem hann ræddi meðal annars þá sýn sína í viðtali við CNN að Íslendingar gætu miðað stórþjóðinni af þekkingu sinni á sviði jarðhita.

Motavalli var gestur ráðstefnunnar Driving Sustainability í Reykjavík í síðustu viku og var Sturla Sighvatsson í fyrirtækinu Even á meðal viðmælenda hans.

Kom fram í samtali þeirra að Even hafi pantað 20 Smith rafflutningabíla, 100 Reva rafbíla frá Indlandi og 1.000 Tesla rafbíla af gerðinni Model S.

Sturla er sagður stórhuga og stefna á að árið 2020 verði rafbílar teknir við af bifreiðum sem gangi fyrir bensíni og díselolíu í Reykjavík, markmið sem teljast verður afar mentaðarfullt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert