Krefjist hærri launa á móti

ASÍ hyggst ekki taka frekari verðhækkunum á vörum og þjónustu …
ASÍ hyggst ekki taka frekari verðhækkunum á vörum og þjónustu þegjandi og hljóðalaust. Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands mun ekki horfa aðgerðalaust á verðhækkanir á vörum og þjónustu heldur krefjast sambærilegrar hækkunar á launum í komandi kjarasamningum, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.

Sem kunnugt er hefur Myllan tilkynnt að hún hyggist hækka verð á vörum sínum um að meðaltali 8,1% um næstu mánaðamót, auk þess sem búist er við áframhaldandi hækkun á verði lambakjöts, svo dæmi séu tekin. Gylfi kveðst harma þessa þróun.

„Við höfum varað eindregið við því, bæði gagnvart atvinnulífinu og sveitarfélögum, að ef að þetta á að vera einhver allsherjar lausn á vanda þessara aðila, að velta honum ofan á neytendur og launafólk með hækkunum, muni sú röksemdafærsla og aðferðafræði duga okkur.

Þá eru menn sammála því að allir séu í kapphlaupi um að vera ekki síðastur. Það hlýtur þá að hafa áhrif á það með hvaða hætti okkar félagsmenn vilja að við förum inn í gerð næstu kjarasamninga. Sú umræða stendur yfir hjá aðildarfélögum okkar.

Ef það á að leysa þennan vanda með því að velta honum yfir á einhvern annan verðum við að horfa til þess að gera hið sama með því að sækja auknar tekjur til að mæta þessu.“

- Mun það ekki þrýsta upp verðbólgu?

„Þá verðum við að hækka launin aftur, ef verðið hækkar aftur. Menn hljóta að gera sér grein fyrir að okkar félagsmenn munu ekki láta bjóða sér að þeir verði einir látnir sitja eftir.“ 

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert