Lyngdalsheiðarvegur opnaður

Unnið við vegagerð á Lyngdalsheiði þegar framkvæmdir hófust
Unnið við vegagerð á Lyngdalsheiði þegar framkvæmdir hófust

Lyngdalsheiðarvegur verður líklega opnaður í þessari viku. Upphaflega stóð til opna veginn fyrir umferð 15. september en tafðist það af óviðráðanlegum orsökum. 

Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu, sem kemur út á morgun, að nú sé meðal annars unnið að því að setja stikur meðfram veginum auk þess sem nokkur frágangsvinna er eftir. Heildaruppgjör liggur ekki fyrir en búist er við að kostnaður fara yfir upphaflega áætlun.

Opnun Lyngdalsheiðarvegar þýðir meðal annars mikið hagræði fyrir akstur skólabarna frá Þingvöllum.

Vefur Sunnlenska 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert