Medvedev vill heimsækja Ísland

Dmitrí Medvedev, Svetlana eiginkona hans, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar …
Dmitrí Medvedev, Svetlana eiginkona hans, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson í Moskvu í dag.

Dmitrí Med­vedev, for­seti Rúss­lands, lýsti á fundi með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, í dag, mikl­um áhuga á að heim­sækja Ísland, m.a. til að kynna sér ár­ang­ur Íslend­inga við nýt­ingu hreinn­ar orku.

Fund­ur­inn var hald­inn á sum­arsetri for­seta Rúss­lands í útjaðri Moskvu en í morg­un tók Ólaf­ur Ragn­ar þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Norður­slóðir sem hald­in er í dag og á morg­un í Moskvu.

Sam­vkæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu for­seta Íslands hvatti Med­vedev til þátt­töku ís­lenskra fyr­ir­tækja og sér­fræðinga í nýt­ingu jarðhita í Kamt­sjat­ka og öðrum héruðum Rúss­lands. Rúss­nesk stjórn­völd leggi nú mikla áherslu á að þróa efna­hags­líf í Kamt­sjat­ka og telji að orku­ver sem nýta jarðhita geti gegnt lyk­il­hlut­verki í því sam­bandi.

Einnig ræddu for­set­arn­ir um aukna sam­vinnu á sviði flugrekstr­ar en reynsla Íslend­inga í flugi við erfiðar veðuraðstæður hef­ur komið að góðum not­um í sam­vinnu Loft­leiða, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Icelanda­ir, við flug­fé­lög í Síberíu og öðrum norður­svæðum Rúss­lands.

Til­kynn­ing skrif­stofu for­seta Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka