Lögð hefur verið fram breytingatillaga við þingsályktunartillögu þingmannanefndar Atla Gíslasonar. Tillagan gerir ráð fyrir að skilið verði betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, m.a. með því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi.
Flutningsmenn tillögunnar eru Siv Friðleifsdóttir, Pétur H. Blöndal, Höskuldur Þórhallsson, Eygló Harðardóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Siv flutti fyrst frumvarp þessa efnis á Alþingi árið 1995 og hefur flutt það oft síðan.