Þingmannanefnd skilar áliti á laugardag

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG. mbl.is/Ómar

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar samþykkti á fundi í dag að óska eftir umsögn allsherjarnefndar á álitaefnum um hvort málsmeðferð varðandi tillögur um á ákæra fyrrum ráðherra standist 70. grein stjórnarskrárinnar. Allsherjarnefnd fær frest til kl. 16:30 á föstudag til að skila umsögn og er stefnt að því að álitum þingmannanefndarinnar verði útbýtt á Alþingi á laugardaginn.

„Við óskuðum sérstaklega eftir því að fá álit um réttarfarsþátt málsins,“ segir Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar. Er þar um að ræða álitaefni sem upp hafa komið m.a. um að landsdómur er eitt dómstig, um réttarstöðu ráðherra við málsmeðferðina og skýrleika lagaákvæða sem á reynir sem refsiheimildir, samkvæmt upplýsingum Atla.

Hann gerir ráð fyrir stífum fundarhöldum í nefndinni næstu daga. Þingmenn sem hafa flutt breytingartillögur við skýrslu nefndarinnar verða kallaðir á fund hennar á morgun.

Takist nefndinni að ljúka störfum á laugardaginn og skila niðurstöðum sínum til þingsins ætti síðari umræða um þær að geta hafist á mánudaginn að mati Atla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert