Sorgmæddur eftir borgarstjórnarfund

Jón Gnarr, borgarstjóri
Jón Gnarr, borgarstjóri mbl.is/Golli

Jón Gnarr, borgarstjóri, var sorgmæddur og hugsi í gærkvöldi eftir að hafa setið sinn annan borgarstjórnarfund. Spyr hann í dagbók borgarstjóra hvað sé að starfsháttum í íslenskum stjórnmálum.

„Fundi númer tvö í borgarstjórn lokið. Náði reyndar bara hálfum fyrsta fundi vegna embættiserinda til útlanda. Kominn heim sorgmæddur og hugsi. Hvað er að starfsháttum í stjórnmálum á Íslandi? Þrætur, klækir og rifrildi. Er þetta svona allsstaðar? Skilst að Alþingi sé í svipuðum gír. Er hægt að breyta þessu?," skrifar Jón Gnarr í dagbók borgarstjóra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert