Tillaga um nefnd sérfræðinga var felld

Reykjanesbær
Reykjanesbær mbl.is

Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ um að skipuð yrði
nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að gera úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjanesbæjar var felld á bæjarstjórnarfundi í gær.


„Okkur ætti öllum að vera ljóst að fjármál Reykjanesbæjar eru í ólestri, eyðsla verið um efni fram og nú er komið að skuldadögum. Hættum að kenna öðrum um okkar vandamál. Við verðum núna að axla ábyrgð og bæta okkar stjórnsýslu, setja deilumál til hliðar og í þann farveg sem nauðsynlegur er til að skapa þá framtíð sem okkur ber.

Til að halda áfram er nauðsynlegt að skoða það sem aflaga hefur farið í okkar stjórnsýslu, þannig og aðeins þannig verðum við tilbúin til að takast á við þau vandamál sem við blasa,“ segir í tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert