Vantar úrræði fyrir ungar konur í neyslu

Aldrei hefur verið meiri aðsókn í Konukot en nú.
Aldrei hefur verið meiri aðsókn í Konukot en nú. mbl.is/Ásdís

Ungum konum hefur fjölgað mjög í hópi þeirra kvenna sem leita skjóls hjá Konukoti. Ísabella Björnsdóttir, nemi í félagsráðgjöf og starfskona Konukots, segir að þótt ýmislegt sé í boði fyrir þessar konur sé stundum eins og vanti sérsniðin úrræði fyrir ungar konur í neyslu.

„Því það er svo mikil von ennþá í þeim, þetta eru flottar stelpur, þær eru bara á slæmum stað í lífinu og þurfa hjálp,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Ísabella telur fólk almennt ekki gera sér grein fyrir þörfinni fyrir athvarf af þessu tagi. „Hingað hafa komið nýjar konur í hverjum mánuði það sem af er árinu. Yfirleitt eru þær mjög þakklátar fyrir það sem fyrir þær er gert og það er yndislegt að fá að kynnast þeim.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert