Yfir milljón tonn af makríl í lögsögunni

Meira var af makríl í lögsögunni í sumar en nokkru …
Meira var af makríl í lögsögunni í sumar en nokkru sinni fyrr. mbl.is/Eggert

Talið er að yfir milljón tonn af makríl hafi verið í íslenskri lögsögu í sumar, meira en nokkru sinni fyrr.

Forystumenn Hafrannsóknastofnunar kynntu rannsóknir á útbreiðslu makríls í lögsögunni á fundi með fulltrúum frá Evrópusambandinu í gær og þar komu þessar upplýsingar fram.

Minna hefur orðið vart við makríl síðustu daga og virðist hann á leið út úr lögsögunni eins og gerist á haustin. Norsk-íslenska síldin virðist hafa hopað fyrir makríl á hefðbundnum slóðum sínum í sumar. Eins var síldin seinni að fita sig en síðustu ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert