Roger Brady, hershöfðingi og yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu, heimsótti Landhelgisgæsluna í gær ásamt fylgdarliði. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar, tók á móti Brady, sem var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefnum hennar.
Fram kemur á vef LHG að Brady hafi komið til landsins í gær og heimsótt bandarísku flugsveitina sem sé hér á landi og sinnir loftrýmisgæslu til 24. september.
Brady fór svo af
landi brott síðdegis en hann er staðsettur í Rammstein í Þýskalandi þar
sem höfuðstöðvar flughers Bandaríkjanna í Evrópu eru staðsettar.