Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.

Nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem er að endurskoða sveitarstjórnarlögin, ætlar að leggja til að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað úr 15 í 29. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að hugmyndir nefndarinnar verði kynntar á landsþingi sambandsins í næstu viku.

Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur séð drög að tillögum nefndarinnar og segir, að þar sé lagt til að fjölga fulltrúum í 29 í sveitarstjórnum þar sem íbúarnir eru fleiri en 100 þúsund. Það sýni þá skoðun að í lýðræðissamfélagi verði sveitarstjórnarmenn að vera ákveðið margir til að sinna sínum skyldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert