Dottuðu undir ræðu Mugabe

Umfjöllunin á vef Die Zeit.
Umfjöllunin á vef Die Zeit.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra virðist hafa fengið sér hænublund er Robert Mugabe, forseti Simbabve tók til máls á leiðtogaþingi Sameinuðu þjóðanna í gær ef marka má ljósmynd á vef í þýska vikublaðsins Die Zeit. Fjórir fulltrúar Íslands sjást einnig dotta.

Mugabe rakti í ræðu sinni nauðsyn þess að framkvæma eyðnipróf í ríkjum heims, í því skyni að fá gleggri mynd af útbreiðslu sjúkdómsins. Taldi forsetinn mannréttindi verða að víkja fyrir þeim almannahagsmunum að komast yfir slíkar upplýsingar, kæmi sú staða upp að einstaklingar neituðu að undirgangast prófið.

Þetta sjónarmið er óvenjulegt en augljóst er að það hefur ekki vakið áhuga Íslendinga.

Það er ekki á hverjum degi sem fulltrúar Íslands á alþjóðlegum ráðstefnum vekja slíka athygli og er nærtækasta skýringin að ljósmyndaranum hafi þótt myndefnið of gott til að láta það framhjá sér fara.

Robert Mugabe í einni af ferðum sínum.
Robert Mugabe í einni af ferðum sínum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert