Sú leið sem nú er farin til þess að auka framleiðslu álvers Ísal í Straumsvík var ekki endilega fyrsti kostur. Auðveldara hefði verið að stækka álverið og taka í notkun ný ker. Sú leið var hins vegar felld í íbúakosningu og því er þetta gert með þessum hætti, að sögn Rannveigar Rist, forstjóra Ísal.
Samhliða framleiðsluaukningu verða unnar endurbætur á lofthreinsubúnaði. Útblástur dregst saman um 10% á hvert tonn, en eykst samtals um 5-7%, þar sem framleiðslan eykst um fimmtung.