Fleiri hækka eldsneytisverð

Bensínstöðvar í Kópavogi
Bensínstöðvar í Kópavogi mbl.is/Ómar Óskarsson

Eldsneytisverð hefur verið hækkað hjá öllum olíufyrirtækjunum en á þriðjudag reið Skeljungur á vaðið með því að hækka verð á bensíni um eina krónu á lítrann og dísil um fjórar krónur á lítrann. Eftir hækkun Skeljungs munaði 5,40 krónum á dísilolíulítranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann var ódýrastur og hjá Skeljungi sem var með hæsta verðið. Nú munar hins vegar aðeins 1,40 krónum á lítranum.

Á höfuðborgarsvæðinu kostar lítrinn af dísil 194,30 krónur en er tíu aurum dýrari hjá Atlantsolíu og ÓB. Hjá N1 og Olís kostar lítrinn 194,60 krónur og 195,70 hjá Skeljungi.

Bensín kostar 193,30 krónur lítrinn hjá Orkunni, 193,40 krónur hjá Atlantsolíu og ÓB. 193,60 krónur hjá Olís og N1 og 194,90 krónur hjá Skeljungi.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert