Hótuðu börnum lögreglumanna líflátio

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt tví­tug­an karl­mann í 7 mánaða fang­elsi, þar af fjóra skil­orðsbundið, fyr­ir fjölda brota, þar á meðal að hafa hrækt á lög­reglu­mann, hótað hon­um og öðrum lög­reglu­mönn­um líf­láti og að skera börn þeirra á háls.

Ann­ar tví­tug­ur maður var dæmd­ur í mánaðar skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að hóta þrem­ur lög­reglu­mönn­um líf­láti við sama tæki­færi.

Sá sem þyngri dóm­inn hlaut var einnig dæmd­ur fyr­ir að vera með  sam­tals 10,32 grömm af am­feta­míni og 6,39 grömm af kanna­bis­efn­um í fór­um sín­um en hann var að auki svipt­ur öku­rétt­ind­um ævilagt fyr­ir að aka bíl ít­rekað und­ir áhrif­um fíkni­efna.  Þá var hann dæmd­ur til að greiða nærri 1,25 millj­ón­ir króna í máls­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert