Veidd voru 1230 dýr á hreindýraveiðitímabilinu sem lauk sl. mánudag, öll þau dýr sem heimilt var að veiða utan fimm. Veiðarnar gengu almennt vel.
Úthlutað var 1272 hreindýraveiðileyfum fyrir tímabilið. Ásókn í leyfi var meiri en nokkru sinni því 3800 umsóknir bárust. Því þurftu fleiri vonsviknir veiðimenn frá að hverfa við útdrátt hjá Umhverfisstofnun en þeir sem komust til veiða.
Að þessu sinni héldu hreindýrin sig á erfiðari hluta svæðis 2, austan Jökulsár í Fljótsdal. „Margir sem eru vanir að veiða á Fljótsdalsheiði þurftu að fara á nýjar slóðir,“ segir Jóhann Hann telur að langvarandi suðaustan- og austanáttir hafi átt þátt í því að dýrin héldu sig austur á Múla og Hraunum en tekur fram að það sé þekkt þótt ekki hafi það gerst síðustu árin. Ekki er eins þétt vega- og slóðakerfi á þessu svæði og á Fljótsdalsheiði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.