Veidd voru 1230 dýr á hreindýraveiðitímabilinu sem lauk sl. mánudag, öll þau dýr sem heimilt var að veiða utan fimm. Veiðarnar gengu almennt vel.
Úthlutað var 1272 hreindýraveiðileyfum fyrir tímabilið. Ásókn í leyfi var meiri en nokkru sinni því 3800 umsóknir bárust. Því þurftu fleiri vonsviknir veiðimenn frá að hverfa við útdrátt hjá Umhverfisstofnun en þeir sem komust til veiða.