Íslendingar gengu ekki út

00:00
00:00

Íslend­ing­ar voru ekki meðal þeirra, sem gengu út und­ir ræðu Mahmouds Ahma­dinejads, for­seta Írans, á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna í kvöld. Þar sagði Írans­for­seti, að marg­ir aðhyllt­ust þá kenn­ingu, að öfl inn­an banda­rísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu lagt á ráðin um hryðju­verka­árás­irn­ar á Banda­rík­in árið 2001. 

„Meiri­hluti banda­rísku þjóðar­inn­ar og aðrar þjóðir og stjórn­mála­menn taka und­ir þetta," sagði Ahma­dinejad.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, og Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, eru í New York í tengsl­um við alls­herj­arþingið. Hvor­ugt þeirra var í saln­um þegar Ahma­dinejad flutti ræðu sína, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá aðstoðar­manni ut­an­rík­is­ráðherra. Íslensk­ir sendi­menn voru hins veg­ar í saln­um.

Tveir banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn, sem fylgd­ust með ræðu Írans­for­seta, stóðu upp og gengu út. Á hæla þeim gengu Bret­ar og síðan full­trú­ar fleiri Evr­ópu­ríkja. Full­trú­ar Norðmanna sátu hins veg­ar áfram, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is og full­trú­ar fleiri ríkja, þar á meðal Íslend­inga eins og áður sagði.

Ahma­dinejad hef­ur oft vakið hneyksl­un með ræðum sín­um á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna. Á ráðstefnu SÞ um kynþátta­hat­ur snemma á síðasta ári gengu full­trú­ar margra Evr­ópu­ríkja meðal ann­ars út und­ir ræðu Ahma­dinejad þegar hann sagði, að mynduð hefði verið rík­is­stjórn kynþátta­hat­urs í Miðaust­ur­lönd­um og vísaði þá til ný­myndaðrar rík­is­stjórn­ar í Ísra­el. Íslend­ing­ar og Norðmenn voru held­ur ekki meðal þeirra sem gengu út þá.  

Banda­ríska sendi­nefnd­in á alls­herj­arþingi SÞ í New York sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í kvöld þar sem sagði, að í stað þess að túlka von­ir og vel­vilja ír­önsku þjóðar­inn­ar hefði Ahma­dinejad enn á ný sett fram ógeðfelld­ar sam­særis­kenn­ing­ar og gyðinga­hat­ur sem væru and­styggi­leg­ir en jafn­framt fyr­ir­sjá­an­leg­ir hugarór­ar. 

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir flutti ræðu í New York í gær á leiðtogaráðstefnu um þús­ald­ar­mark­mið SÞ. Össur Skarp­héðins­son mun flytja ræðu á alls­herj­arþing­inu annað kvöld. 

Ahmadinejad með eintök af Kóraninum og Biblíunni í ræðustól SÞ …
Ahma­dinejad með ein­tök af Kór­an­in­um og Biblí­unni í ræðustól SÞ í kvöld. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka