Atkvæði greidd um hvern og einn fyrrverandi ráðherra

Alþingi samþykkti í gær að senda landsdómsmál í aðra umræðu.
Alþingi samþykkti í gær að senda landsdómsmál í aðra umræðu. mbl.is/Golli

Talið er öruggt að komi þingsályktunartillaga meirihluta þingmannanefndarinnar, um að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir og dregnir fyrir landsdóm, til atkvæðagreiðslu á Alþingi verði hún borin undir atkvæði í fjórum liðum.

Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag verði fyrst greidd atkvæði um Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, því næst um Ingibjörgu Sólrúnu, fyrrverandi utanríkisráðherra, þá Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og loks Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- og bankaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert