Læknaskortur mun aukast

Skortur á heilsugæslulæknum er þegar orðinn vandamál á höfuðborgarsvæðinu.
Skortur á heilsugæslulæknum er þegar orðinn vandamál á höfuðborgarsvæðinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ald­urs­dreif­ing heilsu­gæslu­lækna hér á landi er mjög ólík því sem ger­ist á meðal ís­lenskra lækna er­lend­is. Þannig eru eldri lækn­ar í meiri­hluta hér öf­ugt við ald­urs­dreif­ing­una er­lend­is þar sem ung­ir lækn­ar eru í meiri­hluta, að því er fram kem­ur í nýrri skýrslu Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu um málið.

Þannig kem­ur fram í skýrsl­unni að mik­ill meiri­hluti ís­lenskra heim­il­is­lækna er yfir fimm­tugu. Þá eru yfir 90% þeirra yfir fer­tugu.

Til sam­an­b­urðar er mik­ill meiri­hluti ís­lenskra lækna sem er í námi eða starfi er­lend­is 45 ára og yngri.

Aðspurður um þess­ar töl­ur seg­ir Stefán E. Matth­ías­son, ann­ar höf­unda skýrsl­unn­ar og formaður Sam­taka heil­brigðis­fyr­ir­tækja, að af þeim megi ráða að það stefni að óbreyttu í mik­inn lækna­skort á Íslandi. Ljóst sé að unga lækna skorti til að taka við af þeim eldri.

Í skýrslu sam­tak­anna um ald­urs­dreif­ing­una seg­ir:

„Sam­kvæmt fé­laga­tali LÍ voru ísl. lækn­ar er­lend­is um 544 í byrj­un árs 2010. Um 145 lækn­ar eru 50 ára og eldri. Það eru ekki mikl­ar lík­ur á því að þessi hóp­ur geti verið „vara­forði“ fyr­ir ís­lenska heil­brigðisþjón­ustu þar sem þeir hafa búið er­lend­is lengi og hafa fest ræt­ur þar.

Stærsti hóp­ur­inn er­lend­is er yngri en 40 ára (rúm­lega 50% af öll­um ís­lensk­um lækn­um er­lend­is) og flest­ir í sér­námi. Hóp­ur­inn sem hægt væri „að virkja bet­ur til starfa á Íslandi“ er því ekki nema rúm­lega 120. Sá vara­forði bygg­ist á þeim viðtök­um sem Íland býður í sam­keppni við önn­ur lönd. Kjör, störf ofl.“

Skýrslu SVÞ má nálg­ast hér í heild sinni

Grafið er úr skýrslu SVÞ en það sýnir aldursdreifingu starfandi …
Grafið er úr skýrslu SVÞ en það sýn­ir ald­urs­dreif­ingu starf­andi heim­il­is­lækna á Íslandi í byrj­un árs 2010.
Grafið sýnir aldursdreifingu íslenskra lækna erlendis.
Grafið sýn­ir ald­urs­dreif­ingu ís­lenskra lækna er­lend­is.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert