„Lýsa ótrúlegri vanþekkingu“

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar

Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að breyt­ing­ar sem rík­is­stjórn­in hafi gert á skatt­kerf­inu lýsi ótrú­lega mik­illi vanþekk­ingu á efna­hags­líf­inu. Skatt­kerfið hafi verið fært ára­tugi aft­ur í tím­ann, ein­fald­leika þess og gagn­sæi hafi verið fórnað.

Vil­mund­ur sagði þetta á op­inn fund Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Viðskiptaráðs Íslands um skatta­mál fyr­ir­tækja sem nú stend­ur yfir. Þar lögðu sam­tök­in fram ít­ar­leg­ar til­lög­ur að um­bót­um á skatt­kerf­inu sem miða að því að efla fjár­fest­ing­ar, stuðla að sköp­un nýrra starfa og bæta lífs­kjör lands­manna.

Vil­mund­ur sagði að ljóst hefði verið að eft­ir banka­hrunið hefði þurft að grípa til sam­stilltra aðgerða til að bregðast við tekju­falli og stór­aukn­um vaxta­kostnaði rík­is­sjóðs.

„Okk­ur, í for­ystu at­vinnu­lífs­ins skorti hins veg­ar hug­mynda­flug til að ímynda okk­ur að rík­is­stjórn­in myndi færa skatt­kerfið ára­tugi aft­ur í tím­ann, fórna ein­faldeika þess og gagn­sæi, gera það ósam­keppn­is­fært við ná­læg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru órétt­lát­ir og flest ná­læg ríki hafa losað sig við. Þar að auki munu marg­ar þeirra breyt­inga sem rík­is­stjórn­in hrinti í fram­kvæmd ekki færa rík­is­sjóði aukn­ar tekj­ur held­ur þvert á móti draga úr skatt­tekj­um ásamt því að draga úr um­svif­um í þjóðfé­lag­inu og um leið seinka fjár­fest­ing­um og þeim bata sem efna­hags­lífið þarf svo sár­lega á að halda. 

Eng­in til­raun var gerð til þess að hlusta á þær aðvar­an­ir sér­fræðinga og hags­munaaðila að kerfið yrði flókn­ara, eft­ir­lit um­fangs­meira og dýr­ara og ekki síst að hætt­an á und­an­skot­um og mis­tök­um yk­ist. Þetta er nán­ast eins og að horfa inn í postu­líns­búð þar sem óð fíla­hjörð hef­ur leikið laus­um hala,“ sagði Vil­mund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert