Bæði allsherjarnefnd Alþingis og þingmannanefndin undir forystu Atla Gíslasonar funda í dag um þær tillögur um málshöfðun gegn ráðherrum sem liggja fyrir Alþingi.
Allsherjarnefnd hefur verið beðin um að skila umsögn sinni um tillögurnar til þingmannanefndarinnar síðdegis á morgun. Þingmannanefndin, sem er með málið, stefnir að því að skila nefndaráliti á laugardag. Gangi þetta eftir er líklegt að seinni umræða um tillögur til málshöfðunar gegn ráðherrum hefjist á mánudag.