Skila umsögn á morgun

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal mbl.is/Ómar

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, segir nefndina hafa skamman tíma til að vinna umsögn um álitaefni í því hvort málsmeðferð varðandi tillögur um að ákæra fyrrverandi ráðherra standist 70. grein stjórnarskrárinnar.

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar samþykkti í gær að óska eftir umsögn allsherjarnefndar en hún verður að skila umsögn sinni fyrir kl. 16.30 á morgun.

„Auðvitað er það mjög skammur tími. Við leggjum áherslu á að menn vandi sig við þetta og gefi sér þann tíma sem þarf til að skila þessu sómasamlega frá sér. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikil pressa að klára þetta á þessu þingi. Engu að síður er þetta þannig að menn verða að vera undir það búnir að það taki meiri tíma en þetta að klára þetta,“ segir Ólöf.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert