Stækkað með vinnsluna í gangi

„Verkefnið kom til vegna nauðsynjar þess að bæta öryggisaðbúnað, en þróaðist út í tækifæri til að auka framleiðsluna. Verkefnið reyndist mjög tæknilega flókið, en var þróað með þeim hætti að það sýndist gerlegt og var samþykkt af Rio Tinto.  Stækkunaraðgerðirnar verða gerðar án þess að vinnsla stöðvist, nema á þeim hluta sem breytt er hverju sinni. „

Þetta kom fram í máli, Pieter Taljaard, verkefnisstjóra stækkunarverkefnisins í Straumsvík á blaðamannafundi í dag.  Áætlað er að breytingarnar skili 20% framleiðsluaukningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert